Warner Bros ákvað að gefa út hinn fyrsta trailer fyrir Legó Batman, eflaust til að troða aðeins inn smá fjöri í fígúruna eftir barsmíðarnar sem Batman v Superman hefur fengið á netinu að undanförnu. Sú mynd er hægt og rólega farin að trekkja að sér harðari verjendur, en bókað er að Ben Affleck blakan verður aldrei í eins miklu stuði og Will Arnett, enda stal litli Batman senunni í The Lego Movie.

Ekki er vitað mikið um söguþráð Lego Batman myndarinnar og hafa skal það í huga að Phil Lord og Chris Miller koma ekkert að þessari mynd, en stórkostlega hress lítill tíser engu að síður.

Kikið á: