Hvort sem fólk sé aðdáandi Apple tækja og tóla eða ei þá er óhætt að segja að Steve Jobs hafi verið einn mesti áhrifavaldur á 20. öldina. Tveimur árum eftir andlát hans kom fyrsta myndin  út(af tveimur, ekki tengdar) um lífið hans og afrek.

Sjálfur tel ég mig vera ágætlega fróðan um Jobs þar sem Walter Isaacson bókin um lífið hans er upp á hillu hjá mér. Ég var því spenntur að sjá hvort að Kutcher myndi standa sig í hlutverkinu og hvort að ræman myndi standast væntingar.

Jobs er low-budget indí-mynd sem reynir að ná hátt (en varla „Sorkin-hátt“) en einfaldlega getur það ekki. Hún byrjar efnilega og fyrsta atriðið, þar sem Kutcher gangandi um háskólann með Peace Train eftir Cat Stevens í bakgrunninum, sýnir að handritshöfundurinn gerði alveg heimavinnuna sína. En þar liggur einmitt stærsta vandamálið. Þetta er ekki stúdíómyndin, fjármagnið er lítið og handritið er alltof gott með sig.

000017.17055.jOBS_still1_AshtonKutcher__byGlenWilson_2012-11-23_04-41-03PM

Kutcherinn er fáranlega flottur í hlutverkinu sínu sem Jobs. Hann á skilið stórt kredit fyrir að ná manninum svona rosalega vel og það sakar ekki hvað hann er ótrúlega líkur honum. Eftir að hafa horft á 300+ klukkutíma af efni um Steve sjálfan var Kutcher bæði með takta, göngulag og persónu alveg á hreinu. Allt frá geðveikisköstunum yfir í djúpa sálarleit. Þessi svakalega rannsóknarvinna skilaði sér svo sannarlega á skjáinn og ekki nóg með að frammistaða hans hafi verið góð heldur lyfti hún upp frammistöðu allra annara í leiðinni.

Því miður reynir Jobs að vera eitthvað sem hún einfaldlega getur ekki verið. Hún er með lítinn tveggja tíma ramma og reynir að fara í gegnum meira en helmingin af ævi Steve. Myndin virkar eins og hún sé á fast-forward allan tímann. Atriði sem skipta miklu máli í lífi Jobs eru stytt niður í örfáar mínútur af skjátíma. Ef þú þekkir ekki lífið hans þá er oft á tímum hægt að vera mjög týndur í atburðarrásinni. Handritið gerir þau mistök að halda að allir viti hvað sé í gangi. Myndin leyfir sér því að hoppa mörg ár fram í tímann þegar henni hentar. Versta dæmið er þegar brottrekkstur Jobs frá Apple og endurkoma hans er stytt niður í lítið 10 mínútna semi-montage atriði. Stofnun NeXT er ekki nema lítið skjáskot og því mikilvægi þess minnkað niður í agnir.

Stefnan er oft á tíðum algerlega týnd. Myndin vil sýna djúpan og heiðarlegan Steve Jobs og þrýstir því inn ákveðnum „best of“ atriðum frá lífinu hans hvernig skapið hans gat haft gerandi áhrif á hluti. Þetta er gert án þess að fara of djúpt í þau. Þegar kemur að brottrekksti Jobs og deilunni við Mike Sculley er ekki farið nógu íterlega í hversvegna þeim líkaði svona illa hvorn annan eftir tvö ár. Hvergi kemur það fram að Sculley hafi aðeins verið ráðinn til að hafa hemil á Jobs, og að Jobs væri alltaf að reyna stjórn Sculley. Í staðin er bara hent í eitt rifrildi og svo stokkið í djúpu laugunina. Eilífða barátta hans við ættleiðinguna sína kemur fram svo aðeins fram einu sinni, og í sýru trippi þar að auki.

Öllu þessu hefði verið hægt að redda ef að fjármagn fyrir tvær myndir hefði verið til staðar. Tvær tveggja tíma myndir hefðu gert kraftaverk. Social Network, myndin um skapara Facebook, var rétt yfir tvo tíma og hún spannar ekki nema tvö til þrjú ár af lífinu hans. En í staðin fáum við alltof hraða og óupplýsta mynd. Týndur áhorfandi fær ekki nógu djúpan skilning á efninu og að lokum gæti honum liðið eins og hann hafi farið í gegnum skoðunarferð þar sem leiðbeinandinn hljóp í gegnum safnið öskrandi staðreyndir út í loftið án samhengis, vonandi það besta.

Þú átt leik, Sorkin.

 

Höfundur: Sigurjón Hilmarsson