Í fjarlægri vetrarbraut fyrir löngu síðan var stríð meðal stjarnanna sem spannaði gegnum nokkra þríleiki, en eins við öllum vitum er það er ekki öll sagan.

Star Wars þríleikirnir (og núna sjálfstæðu myndirnar) eru vel þekktir um heim allan og eiga marga trygga aðdáendur en ekki þekkja allir aðrar greinar sem vaxið hafa úr fræjum geislasverðanna.

Veröldin sem hefur skapast í kringum upprunalega þríleikinn nær til teiknimynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja, bóka, bíómyndir og myndasögur sem nær yfir ógurlega langt tímabil, eða 25.000 árum fyrir Phantom Menace og rúmlega 140 árum eftir Return of the Jedi. Efnið er mikið og tekur tíma að grandskoða þannig við lýtum yfir það sem gert var fyrir sjónvarp – og bíótjaldið.

Star Wars Holiday Special (1978)

Í svartasta myrkrinu er ekkert jólalegra en skella í Star Wars gláp og þessi tveggja tíma sérstaki „jólaþáttur“ er kirsuberið á toppnum. Hér er ein af fyrstu spin-off greinum Star Wars þar sem þríeykið Ford, Hamill og Fisher mæta öll til að hjálpa Chewie og kynnast bakgrunni hans nánar. Skylduáhorf, enda leggst vörumerkið ómögulega á lægra plan heldur en þetta (meira að segja George Lucas vildi brenna öll eintök af þessu!). En steikin er svo slæm að hún er ógleymanleg… Og hátíðleg.

 

Ewok-ævintýrin

Gerðar hafa verið tvær ævintýramyndir með hinum krúttlegu – en umdeildu – Ewok-böngsum fremsta í fararbroddi. Myndirnar heita Caravan of Courage: An Ewok Adventure og Ewoks: The Battle for Endor og fóru beint í sjónvarp og á VHS eins og þekktist á þessum árum (1984-1985).

Einnig komu út teiknimyndaþættir sem entust í 2 seríur og áttu víst haug af traustum aðdáendum á sínum tíma.

 

Star Wars: Droids (1985)

Kannski ekki vinsælasta sjónvarpsefni Star Wars heimsins en hér er saga vélmennanna C-3PO og R2-D2 milli Revenge of the Sith og A New Hope sögð. Þeir fara í gegnum fjóra herra á um 19 árum. Einungis voru 13 þættir gerðir og komu út 1985-86 en 2004 voru þættirnir endurgefnir og samsettir þannig til urðu 2 myndir: The Pirates and the Prince og Treasure of the Hidden Planet.

 

Star Wars: Clone Wars (2003)

Sagan á bakvið klónastríðið milli Attack of the Clones og Revenge of the Sith þar sem við lærum forsögu örs Anakins að einhverju leyti en ekki mikið. Hér eru hver þáttur stuttu sem hentar fólki með athygliserfiðleika og einbeitingaskorts en pirraði marga á sínum tíma sem töldu að þættirnir ættu frekar að vera lengri og færri. Hins vegar komu þættirnir frá rússneska teiknisnillingnum Genndy Tartakovsky, manninum á bakvið Dexter’s Lab, Samurai Jack og ýmislegt fleira. Þættirnir gripu kannski mismarga, en animation’ið stóð gjarnan upp úr, og hafði sjálfsagt einhver áhrif á það sem næst kæmi.

 

Star Wars: THE Clone Wars (2008)

Hér er hálfgerð endurgerð á fyrri samnefndum sjónvarpsþáttum með nokkrum breytingum. Við fáum fallega pixlauppsetningu í stað 2D teikningana sem höfðu að vísu ákveðna töfra.

Flestir hljóta nú annars að muna eftir því þegar þrír þættir voru klesstir saman og gefnir út sem „bíómynd“ sumarið 2008. Það… var spes.

 

Star Wars: Rebels (2014)

Önnur CGI teiknimyndasería en hér gerist sagan milli Revenge of the Sith og A New Hope. Þættirnir eru algjörlega frábærir og fjalla um hóp sem sameina krafta sína til að rífa niður Keisaraveldinu.

Lego Star Wars

Þar sem við elskum Lego og Star Wars þá getum við ekki sleppt því að fjalla um þetta. Lego gerðar Star Wars sögur eru margar og misjafnar en þær eru The Yoda Chronicles, Droid Tale, Revenge of the Brick, The Quest for R2D2, The Padawan Menace, Bombad Bounty og The Empire Strikes Out.