84th-Academy-Awards-P_Kane-588x391Eitt ferskasta handritshöfundatvíeyki Hollywood, Jim Rash og Nat Faxon, munu leikstýra grínhrollvekjunni Death Mall. sem þeir skrifuðu einnig handritið að. Rash og Faxon hafa áður skrifað handritin að kvikmyndunum The Descendants, sem þeir unnu m.a.s. Óskarinn fyrir (ásamt Alexander Payne), og The Way Way Back sem þeir leikstýrðu einnig.

Þegar 20 Century Fox keypti kvikmyndaréttinn á handritinu þeirra, framleiddu einnig fyrri kvikmyndir þeirra, fengum við að vita smá um söguþráð myndarinnar. Death Mall fjallar um hóp af fólki á fertugsaldrinum sem festist inni í verslunarmiðstöð sem er í niðurníslu með klikkaðan morðingja á eftir sér. Miðað við gæði fyrri mynda þeirra gæti þetta orðin frábær viðbót í indie grínhrollvekju-költaranna sem eru búnir að koma út seinustu ár, eins og The Final Girls og Tucker & Dale Vs. Evil.

Ekki er vitað meira um myndina að svo stöddu, en að öllum líkindum fáum við líklega Death Mall árið 2017. Þangað til endilega skellið einhverjum af ofantöldu myndum í tækið, ef það er ekki nóg þá mæli ég eindregið með þáttunum Community þar sem Jim Rash lék hinn frábæra karakter Dean Pelton.