„…in Italy for 30 years under the Borgias they had warfare, terror, murder, and bloodshed, but they produced Michelangelo, Leonardo da Vinci, and the Renaissance. In Switzerland they had brotherly love – they had 500 years of democracy and peace, and what did that produce? The cuckoo clock.“

Svo mælti Harry Lime (ógleymanlegur Orson Welles) við vin sinn Holly Martins í meistaraverki Carol Reeds, „The Third Man“ (1949).

Harry Lime hafði ekki mikið álit á gauksklukkunni, en úr og klukkur birtast alltaf reglulega í kvikmyndasögunni burtséð frá hans persónulega áliti. Kíkjum aðeins á nokkur dæmi.

Þögla stjarnan Harold Lloyd (ávallt í skugga Chaplins og Keatons) kom með líklega frægasta atriðið á ferlinum í mynd sinni „Safety Last!“ (1923) þar sem hann hangir í stórri klukku utan á vegg í mikilli hæð. Lloyd var frægur fyrir að gera alltaf áhættuatriði sín sjálfur og leggja sig í gríðarlega lífshættu. Mörgum áratugum síðar varð kínverskur leikari, Jackie Chan að nafni, frægur fyrir þetta sama kæruleysi fyrir eigin lífi og limum og Lloyd var svo mikil hetja hjá honum að hann gerði þessu fræga atriði skil (homage) í „Project A“

Önnur fræg klukka frá þessum tíma er risaúrverkið í tímamótaverkinu „Metropolis“ (1927) Sú klukka skiptir niður deginum fyrir alla verkamennina sem þræla neðanjarðar og halda uppi öllu rotna kerfinu í framtíðarsýn Fritz Lang.

 

Spennan verður nær óbærileg meðan klukkan telur niður tímann þangað til lokauppgjörið á sér stað á götum smábæjarins í Villta Vestrinu í „High Noon“ (1952) Gary Cooper stendur einn eftir og bíður eftir óvinagenginu, eftir að allur bærinn er búinn að snúa baki við honum og skilja hann eftir til þess að taka einn á við þá.

Marty McFly og Doc Brown þurfa að vera tilbúnir á hárréttum tíma og bíða eftir því að eldingu slái niður í bæjarklukkuna svo þeir geti náð sér í þau 1.21 gígavött sem þeir þurfa á að halda svo Marty geti farið aftur til framtíðarinnar í „Back to the Future“(1985).

James Bond hefur notast við nokkur mismunandi úr í gegnum tíðina og þar sem úraframleiðendurnir borga geysiháar upphæðir til þess að þeirra úr sé valið þá vilja þeir líka fá það tryggt að úrið sjáist vandlega í allavega einu skoti í myndinni. Síðan 1995 hefur Bond notast við Omega Seamaster, verulega glæsilegt armbandsúr.

Klukkan stoppar alltaf á miðnætti í „Dark City“ (1998) og þá fara dularfullir menn á stjá. Þeir breyta arkitektúr borgarinnar, þeir breyta sjálfu fólkinu í borginni…hvað gengur þeim til?

Arsene Lupin III og illmennið greifinn af Cagliostro heyja lokabardaga sinn innan í og hangandi utan á gríðarstórum klukkuturni í Hayao Miyazaki verkinu „Castle of Cagliostro“ (1979) Lupin kemst að því að Cagliostri er ekki aðeins að falsa og prenta peninga, heldur reyna að þvinga hina fallegu Clarice til að giftast sér svo hann geti sölsað undir sig fjölskylduarf hennar. Þeir sem þekkja Lupin vita að hann lætur ekki þar við sitja.

Sjálfur Big Ben er sprengdur í öreindir þegar hinn dularfulli „V“ sprengir upp hin ýmsu frægu kennileiti Lundúnaborgar í „V for Vendetta“ (2005) „V“ er einhversstaðar á milli þess að vera hreinræktaður hryðjuverkamaður, frelsishermaður, anarkisti og húmanisti. Fasistastjórn Englands í myndinni notar stofnanir og fræg kennileiti sem táknmyndir styrks, einingar og hefða. Með því að fjarlægja þau kippir „V“ stoðunum undan þeim og sýnir þjóðinni að hún getur byrjað upp á nýtt.

Það er viðeigandi að ljúka þessu yfirliti með seinasta hluta ógleymanlegrar ræðu Christopher Walkens til hins unga Bruce Willis um hvernig úrið sem hann er að rétta honum rataði alla leið.

„This watch was on your daddy’s wrist when he was shot down over Hanoi. He was captured, put in a Vietnamese prison camp. He knew if the gooks ever saw the watch it’d be confiscated, taken away. The way your dad looked at it, that watch was your birthright. He’d be damned if any slopes were gonna put their greasy yellow hands on his boy’s birthright. So he hid it in the one place he knew he could hide something. His ass. Five long years, he wore this watch up his ass. Then he died of dysentery, he gave me the watch. I hid this uncomfortable hunk of metal up my ass two years. Then, after seven years, I was sent home to my family. And now, little man, I give the watch to you.“