Dunkirk frá Christopher Nolan heillaði ófáa áhorfendur í ár og hefur heilmikið verið að dúkka upp á topplistum um þessar mundir. Leikstjórinn vandaði mikið til verka með því að koma með virðingarfulla og túlkun á einhverju mesta kraftarverki í sögu Breta á stríðsárum, þegar tókst að bjarga rúmlega 300 þúsund hermönnum úr sjálfheldu við strendur Dunkirk í Frakklandi og yfir Ermarsundið.

Nálgun Nolans sótti mikið í stíl þögulla kvikmynda, með áherslu á sparsömum samtölum, linnulausri keyrslu og ofar öllu sterkri beytingu á myndmálinu.

Í vídeóinu hér að neðan má sjá „þjappaða“ útgáfu af myndinni, rispaðri, í svarthvítu, með textaspjöldum og með „klassískri“ kvikmyndatónlist í spilun.

Útkoman er eiginlega svo töff að það er fúlt að ekki sé aðgengileg sérútgáfa með þessu sniði.

 

Spurning: Er Dunkirk sé Fury Road stríðsmyndanna?