„They’re not human. But they hunt human women. Not for killing. For mating.“

Hér kemur lítil og sóðaleg hryllingsmynd um sæskrímsli sem drepa karlmenn og nauðga konum til að lifa af og þróast. Myndin kemur í kjölfarið af Piranha og Jaws en minnir samt mest á Feast. Söguþráðurinn er eins einfaldur og hugsast getur og skrímslin eru skemmtilega ógeðsleg en frekar ósannfærandi og of augljóslega maður í gúmmíbúningi, þó svo að slíkt hafi alltaf ákveðinn sjarma. Þetta er ekki mynd til að taka of alvarlega. Það má hafa gaman af þessu en hún er sennilega ekki fyrir alla og er klárlega barn síns tíma.

„We think we know where these things come from, but we have no idea how many there are.“

Leikstýra: Barbara Peeters (Bury me an Angel)