Á meðal þeirra titla sem margir eru farnir að spá sérstaklega áberandi í Óskarshlaupinu á nýárinu er Spotlight, sem er hlaðin þéttum og virðulegum leikhópi sem hefur hlotið hvert hrósið á eftir öðru. Myndin situr í dag með 97% á Rotten Tomatoes með 9 í meðaleinkunn, af alnokkrum talin vera eins konar All the Presidents Men okkar tíma.

2015-07-30-09_46_02-spotlight-trailer-1-2015-mark-ruffalo-michael-keaton-movie-hd-youtube-1024x594Spotlight er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá fjölmiðlateymi sem hlaut nafnið ‘Spotlight’ hópurinn í The Boston Globe árið 2002, en þessi grúppa fletti af kaþólskum prestum í Massachusettes og kynferðislegu misnotkun þeirra á ungum börnum. Myndin er sett saman úr kraftmiklum og afhjúpandi sögum hópsins sem veittu honum Pulitzer Prize verðlaunin ’03.

Mark Ruffalo, Michael Keaton, Rachel McAdams, Stanley Tucci, Billy Crudup, Liev Schreiber og John Slattery eru á meðal helstu leikenda. Ótrúlegt en satt kemur þessi mynd frá sama manni og gaf okkur seinast The Cobbler, með Adam Sandler, reyndar ásamt hinum frábæru Win Win og The Station Agent (m. Peter Dinklage).

Nokkrir hafa sent okkur fyrirspurnir um hvort eða hvenær þessi mynd yrði sýnd í bíó hér á klakanum, þar sem hún hefur ekki áberandi á væntanlegt-listum eða nein staðar. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Senu, dreifingaraðilum myndarinnar hérlendis, er 100% líklegt að hún lendi, trúlega í febrúar, kannski janúar – að þeirra sögn.

Hér er trailer…

 

… og hér brot af dómunum sem hafa slegist um háu einkunnirnar:

„Briskly paced and never breaking its stare with the evil it confronts, Spotlight is a wire-to-wire home run.“ AllMovie

„Like All The President’s Men, it’s a muckraker movie that celebrates the power of the press by actually showing journalists doing their job, pen and notebook in hand.“ A.V. Club

„It’s one of the best movies I’ve ever seen about the art and the science of newspaper reporting“
Richard Roeper

„Don’t miss this crackling – and deeply important – film about the power of the press.“ Us Weekly

„A landmark film about investigative journalism and the year’s most thrilling detective story. Keaton and Ruffalo lead a cast of exceptional actors who could not be better or more fully committed.“ Rolling Stone

„Sharp and flawlessly performed.“ Bluray.com

„It’s not a stretch to suggest that „Spotlight“ is the finest newspaper movie of its era, joining „Citizen Kane“ and „All the President’s Men“ in the pantheon of classics of the genre.“ Washington Post

 

PS. Ef þið hafið ekki séð hana, All the Presidents Men er snilldarmynd!