C48207072.cachedharlie Kaufman hefur heldur betur ekki setið auðum höndum síðustu árin og hefur ekkert sést frá honum síðan hann gaf út hina vægast sagt einstöku (og einstaklega vanmetnu!) Synecdoche, New York. Hreyfimyndin Anomalisa, er nýjasta depurðardramað frá þessum manneskjulega sérvitringi. Hann leikstýrir myndinni ásamt Duke Johnson.

Rúm þrjú ár fóru í myndina, samtals 118,089 rammar, yfir þúsundir leikmunir og búningar. Og aldeilis er búið að sturta lofi yfir árangrinum. Þegar þetta er ritað stendur myndin með 100% á Rotten Tomatoes og 9.5 í meðaleinkunn.

Ekki er enn víst hvort myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis, en endilega gæðið ykkur á innlitinu á bakvið prósessinn og dúkkurnar.