… og virðist ekki ætla að hægja á sér. Síðan IT kom út hefur hún tröllriðið miðasölum, bæði erlendis og hérlendis. Svo mikið aðdráttarafl hefur myndin haft að hún hefur slegið met eftir met.

Metin sem hún hefur slegið hingað til er:

Stærsta september opnun á föstudegi

Stærsta frumsýningarhelgin í september

Tekjuhæsti mánudagur september mánaðar og þriðjudagur.

Ekki nóg með það heldur á myndin stærstu frumsýningarhelgi hryllingsmynda allra tíma en einnig er hún orðin tekjuhæsta Stephen King myndin. Nokkuð vel gert af þessari endurgerð sem gerir betur en 33 aðrar myndir sem hafa verið gerðar eftir bókum kóngsins.

Það sem er samt sláandi er að myndin halar inn peningum á mánudegi og þriðjudegi líkt og um helgi væri að ræða en þriðjudagságóði myndarinnar er betri en hjá „stórmyndum“ á borð við Hunger Games: Mockingjay part 1 og Twilight: Breaking Dawn (slæmur félagsskapur en gróðamiklar myndir).

Myndin hefur hingað til náð í yfir 143 milljónir bandaríkjadollara í heimalandinu en sterklega er búist við því að hún komist yfir 200 milljóna múrinn um næstkomandi helgi. Þá gæti myndin mögulega slegið tvö önnur met. Sem tekjuhæsta R-rated hryllingsmyndin en núverandi methafi er „oldie but goldie“ The Exorcist frá 1973 með 232.9 milljónir dollara og sem tekjuhæsta hrollvekjan en það er The Sixth Sense (með PG-13 stimpil) sem trónir á toppnum með 293,5 skuggalegar milljónir.

Annars er gaman að segja frá því að leikstjórinn Andy Muschietti vill drífa í framleiðslu og tökur á framhaldinu og hann vill sjá Jessicu Chastain í einu aðalhlutverkinu. Ég myndi fara á þá mynd….. en líka bara því ég er sjúkur masókisti sem vill líða illa í 2 tíma og efla hatur mitt á trúðum og dúkkum.