„Out on the desert highway, the rule of thumb has a different meaning…“

The Hitcher er minnisvarði um hið besta sem níundi áratugurinn hafði að bjóða. Sagan er nokkuð augljós. Það þarf ekki annað en að líta á plakatið til að vita hvernig mynd þetta er. Þetta er hinsvegar frábært dæmi um hvað góður handritshöfundur getur gert við einfalda hugmynd. Það eru ótal fléttur og snúningar í myndinni sem heldur manni vel við efnið. Alltaf þegar maður heldur að nú verði hægt á hraðanum er skipt um gír og eitthvað rosalegt gerist. Ég hélt að þetta væri lítil og ódýr mynd en hún leynir á sér. Það eru stórir árekstrar, þyrlur eru skemmdar og hús sprengd í tætlur. Rutger Hauer er algjör snillingur og gjörsamlega fullkominn í hlutverki geðsjúklings. Húkkið far með þessari.

„Do you got any idea how much blood jets out of a guy’s neck when his throat’s been slit?“

Stjörnur: 4,5 af 5

Leikstjóri: Robert Harmon (Nowhere to Run)