„The story of a man who was too proud to run.“

High Noon er klassískur vestri með einni stærstu stjörnu Hollywood fyrr og síðar, Gary Cooper. Ég verð að fara aðeins út í spoilera. Myndin fjallar um fógeta í smábæ sem kemst að því að glæpónar eru á leið í bæinn daginn sem hann ætlaði að hætta. Lestin með bófunum kemur um hádegisbil og Cooper þarf að vera tilbúinn. Vandamálið er að allir neita að hjálpa honum, meira að segja hans eigin undirmenn. Af hverju fer hann ekkki? Af hverju velur þessi maður að verja bæ sem snýr við hann bakinu og hættir lífi sínu? Svarið er, hann er karlmenni. Hann er gamaldag karlmenni eins og John Wayne sem flýr ekki sama hvað. Spennan magnast og magnast eftir því sem klukkan tifar og örvænting Cooper eykst. Þegar spennan nær hámarki veldur uppgjörið ekki vonbrigðum og eftir 85 mínútur veistu að þú varst að horfa á einn besta vestra allra tíma.

„You’re a good-looking boy: you’ve big, broad shoulders. But he’s a man. And it takes more than big, broad shoulders to make a man.“

Leikstjóri: Fred Zinnemann (From Here To Eternity, The Day of the Jackal)