Alveg frá því að Spaced var og hét hefur það verið áberandi að tónlist og taktur hafa skipt gríðarlegu máli í því sem Edgar Wright sendir frá sér. Tónlistarnotkun hefur oftar en ekki verið öflug hjá honum og sett flottan stimpil á bestu kaflana í myndum hans, hvort sem það viðkemur Shaun (of the Dead) og félögum að lemja uppvakning við Queen-lagið Don’t Stop Me Now eða þegar Gary King og co. (úr The World’s End) eru umkringdir gervimennum þegar Whiskey Bar frá Doors hrekkur í gang.

Nýjasta myndin frá Wright, Baby Driver, snýst um ökusnilling sem kallar sig Baby (og er leikinn af Ansel Elgort). Í æsku lenti hann í bílslysi sem olli því að hann er sífellt plagaður af suði í eyrum sínum, sem hann reynir að deyfa út með tónlist og gengur hann því alltaf um með heyrnatól í eyrunum. Baby gegnir annars því hættulega starfi að keyra glæpamenn burt frá vettvangi og myndast ýmsar flækjur í lífi hans vegna vondra vinnutengsla. En ástæðan fyrir því að hann er sá besti í bransanum er sú að hann leikur eftir eyranu – bókstaflega, með því að skipuleggja alla flótta sína í takt við „playlista“.

Þetta hrindir af stað atburðarás sem gagnrýnendur hafa margir kallað „jukebox-söngleik“. Áhorfandinn heyrir mestmegnis sömu tónlist og lykilpersónan, og nú er hægt að hita upp fyrir myndina með því að kunna soundtrack-listann utanbókar eins og Baby sjálfur.

Hér er listinn með lögunum sem við munum heyra í myndinni:

 

1. Jon Spencer Blues Explosion – ‘Bellbottoms’

2. Bob & Earl – ‘Harlem Shuffle’

3. Jonathan Richman & The Modern Lovers – ‘Egyptian Reggae’

4. Googie Rene – ‘Smokey Joe’s La La’

5. The Beach Boys – ‘Let’s Go Away For Awhile’

6. Carla Thomas – ‘B-A-B-Y’

7. Kashmere Stage Band – ‘Kashmere’

8. Dave Brubeck – ‘Unsquare Dance’

9. The Damned – ‘Neat Neat Neat’

10. The Commodores – ‘Easy (Single Version)’

11. T. Rex – ‘Deborah’

12. Beck – ‘Debra’

13. Incredible Bongo Band – ‘Bongolia’

14. The Detroit Emeralds – ‘Baby Let Me Take You (in My Arms)’

15. Alexis Korner – ‘Early In The Morning’ —

16. David McCallum – ‘The Edge’

17. Martha and the Vandellas – ‘Nowhere To Run’

18. The Button Down Brass – ‘Tequila’

19. Sam & Dave – ‘When Something Is Wrong With My Baby’

20. Brenda Holloway – ‘Every Little Bit Hurts’

21. Blur – ‘Intermission’

22. Focus – ‘Hocus Pocus (Original Single Version)’

23. Golden Earring – ‘Radar Love (1973 Single Edit)’

24. Barry White – ‘Never, Never Gone Give Ya Up’

25. Young MC – ‘Know How’

26. Queen – ‘Brighton Rock’

27. Sky Ferreira – ‘Easy’
28. Simon & Garfunkel – ‘Baby Driver’

29. Kid Koala – ‘Was He Slow (Credit Roll Version)’

30. Danger Mouse (featuring Run The Jewels and Big Boi) – ‘Chase Me’

 

Spotify-lista má annars finna hér.