Martin McDonagh, gæinn sem færði okkur In Bruges og Seven Psychopaths, er kominn með nýja mynd sem kemur síðar á þessu ári, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Í henni fara Frances McDormand, Sam Rockwell, Woody Harrelson, Abbie Cornish og Peter Dinklage með helstu hlutverk og má sjá á þessari fínu (Redband) stiklu að hér gætum við átt von á meiru í svipuðum stíl og hefur einkennt fyrri myndir McDonagh, þ.e.a.s. fyndnar aðstæður og skrautleg karakter-dýnamík.

Three Billboards kemur hingað í haust, að öllum líkindum.