Í kvöld verðum við með sérstaka forsýningu á The Revenant í Smárabíói kl. 20:00, mynd sem hefur ansi mikið verið að poppa upp á gagnrýnendatopplistum undanfarið, og ekki af ástæðulausu.

Bæði verður selt í hálfan sal og boðið haug af frímiðum, og ef þú ert á meðal þeirra sem hlakkar til að njóta þessarar sögu á stóru tjaldi þá gæti heppnin orðið með þér.

The Revenant er spennusaga frá Óskarsverðlaunahafanum Alejandro González Iñárritu, manninn sem hlaut nokkrar styttur fyrir Birdman í fyrra og er mættur aftur, vopnaður sama kamerusnillingnum og sérdeilis krefjandi leikframmistöðu frá Leonardo DiCaprio í tökuaðstæðum sem leikarinn lýsti sjálfur sem „lifandi helvíti“.

The-Revenant-1

DiCaprio hlaut einmitt Golden Globe-styttu í gær fyrir leik sinn í myndinni og hreppti hún einnig verðlaun sem besta (drama) myndin og besti leikstjórinn. Talið er því líklegt að myndin verði vel áberandi á Óskarnum í ár og stuðningsmenn Leós bíða spenntir eftir að sjá hvort það verði hans ár í ár. Þykir heldur ekki ólíklegt að kamerumeistarinn Emmanuel Lubezki (Children of Men, Gravity, Birdman) hreppi styttu þriðja árið í röð.

The Revenant er byggð á sönnum atburðum og fjallar um landkönnuðinn Hugh Glass sem lendir í hrottalegri bjarnarárás. Liðsmenn hans sjá hann sem byrði þegar óvinir eru skammt undan. Glass er svikinn og skilinn eftir af liðsmönnum sínum, sárslasaður og tæpast grafinn lifandi. Hefst þá vægast sagt átakanlega barátta hans við að halda lífi úti í blákaldri náttúrunni og á óvinaslóðum, drifin af því takmarki að ná hefndum á þeim sem yfirgáfu hann.

revenant-tom-hardy-xlarge

Ef þú vilt vinna frímiða á sýninguna eru tvær leiðir í boði. Fyrst geturðu kommentað hér fyrir (eða sent póst á tommi@biovefurinn.is) og sagt hvaða eina mynd með Leo er í mesta uppáhaldi þínu.

Síðan geturðu einnig tekið þátt í smá Leó-leik á grúppusíðunni okkar, Bíófíklar.

Við drögum út hvern dag fram að sýningu og munum ábyggilega gefa áfram fram að henni á okkar Facebook-síðu.
En ef þú vilt guaranterað tryggja þér miða er miðasalan opin hér og kostar 1450 miðinn.

Ef þig vantar að láta að taka frá miða eða hefur einhverja fyrirspurn þá reynum við að svara þeim öllum í pósti. Við gefum líka update á eventinum okkar.

Gangi ykkur vel. Sjáumst í kuldanum.