Það hefur löngum verið sagt að þú veist að tækni er komin til þess að vera þegar klámiðnaðurinn hefur nýtt sér hana. Með það í huga má segja að kvikmyndaiðnaðurinn hafi strax þótt lífvænlegur því það leið afar stuttur tími frá því að kvikmyndatæknin var fundin upp og þangað til það var búið að búa til fyrstu klámmyndina.

Við ætlum nú ekki að ganga svo langt í þessari yfirlitsgrein að fjalla um klámmyndir en þess í stað ætlum við að taka léttan túr yfir nekt í „mainstream“ kvikmyndum (og beinum sjónum okkar frekar að kvikmyndum MEÐ nekt frekar en þeim þar sem nektin er útgangspunkturinn) með dæmum alveg frá því í þöglu myndunum og fram á okkar daga. Hefjum leik.

ggLíklega hefur fyrst nakið fólk, bæði karlar og konur, í kvikmynd með einhverju listrænu gildi, sést í ítölsku myndinni „Dante’s Inferno“ (1911) þar sem fólk sést nakið að þjást í helvíti Dante (svipaðar senur sáust líka í danska meistaraverkinu „Haxan“ (1922) þar sem umfjöllunarefnið voru nornir, Satan og djöfulgangur miðalda). Árið 1915 kom svo leikkonan Annette Kellerman fram nakin í bandarísku kvikmyndinni „Inspiration“. Réttlætingin þar var að þar sem hún var hreyfingarlaus eins og stytta (tableau) meðan hún var nakin þá væri það innan siðgæðismarka. Þónokkuð margar bandarískar kvikmyndir á næstu árum á eftir sýndu nekt í einhverju formi, og til dæmis má nefna að Jane syndir nakin í frumskóginum með Tarzan í sumum af gömlu Johnny Weissmuller myndunum.

Hinsvegar, eins og við flest höfum orðið vör við þá eiga Bandaríkjamenn í öðruvísi sambandi við nakta líkama og kynlíf en „frjálslyndir“ evrópubúar og ekki leið á löngu áður en Bandaríska stúdíókerfið tók upp ritskoðun á því hvað mætti og mætti ekki sjást í bandarískum kvikmyndum. Þetta ritskoðunartól hét „Heys Code“ og var framfylgt frá 1934 og var í raun ekki lagt af að fullu fyrr en 1968. Ekki aðeins var nekt ritskoðuð undir þessu batteríi, heldur máttu hlutir eins og klósett ekki sjást, hjónaherbergi urðu að sýna aðskilin rúm og þar frameftir götunum. Kvikmyndagerðarmenn urðu snillingar í að gefa hlutina í skyn fyrst það mátti ekki sýna þá, og þá til dæmis strax eftir kossaskot kom gjarnan skot af lest að renna inn í lestargöng eða eitthvað álíka. Ég býst við að allir fatti hvað þar er átt við.

Á sama tíma í Evrópu á þessum árum frá 1934 – 1968 skörtuðu fjölmargar kvikmyndir nektarsenum. Örfá dæmi væru til dæmis „Era Lui Si Si“ (1952) með Sophiu Loren, „Summer with Monica“ (1953) leiktýrt af meistara Ingmar Bergman, meistarastykkið „Bob le flembeur“ eftir Melville, og síðan önnur hver mynd frönsku nýbylgjunnar (sem er nokkurnveginn talið hafa gengið yfir frá 1958 – 1964). Bretar voru hinsvegar ekki eins líbó og meginland Evrópu. Snillingurinn Michael Powell gerði hina stórkostlegu „Peeping Tom“ árið 1960 (Psycho hefði aldrei orðið til án hennar) og fyrir utan að vera sálfræðilega djúp og áleitin, þá berar eitt kvenkyns fórnarlamb morðingjans í myndinni á sér brjóstið. Ferill Powells, sem hafði gert meistaraverk á meistaraverk ofan áratugina á undan, var búinn eftir myndina því henni var algjörlega hafnað sem sora og viðurstyggð. Sorglegt.

Allavega, höldum áfram.

Meistaraverkið „Blowup“ (1966) eftir Antonioni (ef þú hefur ekki séð hana, gerðu það að forgangsatriði takk) er talin vera fyrsta kvikmyndin á ensku þar sem sést í kynfærahár, og þegar sú hæð var sigruð þá fylgdi fjöldinn allur af kvikmyndum í kjölfarið skartandi svokallaðri „fullri nekt-að-framan“ (full-frontal nudity) þar sem líkaminn er alveg beraður í forgrunni myndarinnar. Þarna hófst dálítil bylgja í Bretlandi nektar karlmanna á filmu (því miður að mati höfundar, fylgjandi jafnrétti kynjanna, hélt ekki áfram mjög lengi). Þarna erum við að tala um myndir eins og „This Sporting Life“, „If…“ sem kom Malcolm McDowell á koppinn og „Women in Love“ eftir klikkhausinn og snillinginn Ken Russell (kíkið á „The Devils“ eftir hann. Ógleymanleg.)
tumblr_lhx6vzRUct1qgxu8yo1_500Hammer stúdíóið í Bretlandi sem gerði allar æðislegu Drakúla myndirnar með Christopher Lee ásamt milljón misgóðum (en skemmtilegum) „genre“ myndum fóru á þessum tíma að krydda upp á vampírumyndirnar með nekt, og kemur þá „The Vampire Lovers“ (1970) upp í hugann með Ingrid Pitt í aðalhlutverki.

Ef við færum okkur svo aftur til Bandaríkjanna, þá kom svo að því að hugarfarið fór að breytast í Bandaríkjunum og Heys Kóðinn þótti orðinn úr sér genginn og lummó. Reglunum var breytt þannig að í stað þess að vera lögmál, þá áttu grundvallarlögmál kóðans að vera frekar til hliðsjónar heldur en alger. Breytt hugarfar hippatímans gerði það að verkum að það fór að sjást nekt í myndum eins og „Clockwork Orange“ (1971) eftir meistara Kubrick, þó ennþá hafi myndir með nekt verið mjög umdeildar eins og Bertolucci dramað „Last Tango in Paris“ (1972) með Marlon Brando og Mariu Schneider í aðalhlutverkum. Í þeirri mynd var ekki aðeins full nekt Mariu til sýnis, heldur einnig gefið í skyn endaþarmsmök sem olli því að myndin fékk „X“ hjá kvikmyndaeftirlitinu (X-ið var yfirleitt bara fyrir klámmyndir).

katie_holmes_42_jpgÁttundi áratugurinn einkenndist af mikilli nekt sérstaklega í unglingamyndum eins og „Porky’s“ (1982), „Fast Times At Ridgemont High“ (1982), „Just one of the Guys“ (1985), „Revenge of the Nerds“ (1984) og í John Hughes myndinni „Sixteen Candles“ (1984).

Hinsvegar eftir að PG-13 stimpillinn (myndir bannaðar börnum yngri en 13 ára) var kynntur til sögunnar í Bandaríkjunum árið 1984 hefur unglingamyndum með nekt farið ört fækkandi, þar sem stúdóin sjá sér hag í því að reyna að hafa hópinn sem getur farið á myndina sem breiðastan. Frá því á níunda áratugnum og fram til dagsins í dag hefur nekt í kvikmyndum breyst töluvert frá því á ofanverðum sjöunda og áttunda áratugnum. Þá var hún talsvert meira „casual“ en í dag er mun algengara að nektaratriði séu í mjög listrænum og dramatískum myndum, og þá gjarnan hvorki sérstaklega til þess að sýna kroppa né að atriðin séu endilega „sexý“ heldur eru þetta oftar skemmdir karakterar að bregðast við aðstæðum. Við erum að tala um til dæmis Halle Berry í „Monster’s Ball“, Katie Holmes í „The Gift“, Michael Fassbender í „Shame“, Jennifer Connelly í „Requiem for a Dream“ eða Charlotte Gainsbourgh í „Antichrist“ Lars Von Triers (nú eða Kirsten Dunst í „Melancholia“ sem hann gerði beint á eftir).

tumblr_mk5n0eMFAp1rovpxqo1_500Það hefur alltaf verið mjög misskipt heimsins gæðum í nekt kvikmynda hvað kynjahlutföll varðar. Ætli það nái því að vera einn nakinn karl á filmu á móti tíu nöktum konum?…ég er ekki svo viss. Sem betur fer erum við Íslendingar skárri en flestir hvað það varðar, og hafa þónokkrir íslenskir karlleikarar farið úr fötunum konum Íslands til ánægju. Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger, Þröstur Leó, Hilmir Snær og Steinn Ármann eru aðeins nokkrir þeirra íslensku fola sem hafa látið allt flakka á filmu. Það hefur aðeins verið að aukast vestanhafs líka að karlar komi fram á adamsklæðum einum saman, menn eins og Harvey Keitel, Ewan McGregor, Michael Fassbender, Kevin Bacon og Jason Segel koma þar upp í hugann….en kynjaskiptingunni er engu að síður Y-krómósóninum afar mikið í óhag í þessu efni.

Í dag eru það kapalstöðvarnar í sjónvarpi sem bera algjörlega hitann og þungann af því að sýna hold, og þá oftast í meira kynferðislegum tilgangi en bíómyndir leyfa sér. HBO, Starz og AMC stöðvarnar eru allar með þætti þar sem reglulega er sýnd nekt, „Game of Thrones“, „Hung“, „Californication“, „Spartacus“ (sem er á stundum nálægt því að vera hreinlega klám) og ótalmargir aðrir þættir.

Það er alveg ljóst að við viljum sjá nakið fólk á filmu, annars væri það ekki svona mikið til staðar. Hversu mikið og við hvaða aðstæður hefur hinsvegar breyst með tíðarandanum. Í dag vill fólk frekar sjá nekt í sjónvarpsþáttum í friðhelgi eigin heimilis frekar en að sjá það í kvikmyndahúsum (og allavega síður ef það er af kynferðislegum toga). Hvort þessi breyting er til að vera eða hvort pendúllinn muni sveiflast aftur til baka verður síðan að koma í ljós.