„… the scars run deep.“

Heartbreak Ridge er ein af þessum myndum sem Clint Eastwood leikstýrði sem fæstir muna eftir. Það er reyndar skiljanlegt að mörgu leyti þar sem hún er alls ekki á meðal hans bestu mynda. Hún er hinsvegar fjandi skemmtileg. Eastwood leikur gamlan stríðshund sem nennir ekki að taka skipunum og finnst hann alltaf hafa rétt fyrir sér af því að. Persóna Eastwood í myndinni er nákvæmlega það sem maður býst við. Hann er harður eins og Dirty Harry og rífur kjaft eins og honum sé borgað fyrir það. Mario Van Peebles er í litríku aukahlutverki sem er pínu pirrandi á köflum en brýtur upp andrúmsloftið. Á heildina litið er þessi mynd ekki meira en afþreying en það er bara svo mikil ánægja að fylgjast með Eastwood fara hamförum að það er vel þess virði að sjá hana.

„Here’s to J.J. and all the pieces of him we couldn’t find.“

Leikstjóri: Clint Eastwood (The Outlaw Joey Wales, Pale Rider, Unforgiven, Mystic River, Million Dollar Baby, Gran Torino)