Hér kemur brot af því nýjasta og heitasta úr fréttaheiminum:

 

grimur-hakonarson-rams-cannes

– Leikstjóri Hrúta, Grímur Hákonarson var í viðtali við Screen Daily þar sem hann ræddi sitt komandi verkefni, Héraðið.
„Ég er á góðu stigi núna með handritið, og það sem ég get sagt um Héraðið er að þetta er saga með kvenkyns aðalpersónu í forgrunninum, og gerist í þröngsýnu sveitasamfélagi á Íslandi,“ sagði hann. „Þetta er saga um sjálfsuppgötvun og að koma út úr skápnum og hvernig það stangast á við fólkið og umhverfið. Þetta hefur svipaðan tón og Hrútar, og húmor, drama og spennu, nema þessi verður talsvert pólitískari. Nú snýst þetta um konur og kýr, ekki menn og sauðfé.“

 

Sylvester-Stallone-creed

– Ein umtalaðasta myndin vestanhafs í augnablikinu er Creed, sem bæði má sjá sem sjálfstætt hnefaleikadrama og sjöundu lotuna í Rocky-seríunni langlífu. Myndin opnaði með 42 milljónir um helgina í heimalandi sínu og kostaði aðeins 35. Enn á eftir að frumsýna hana í mörgum löndum og því öruggt að fullyrða að hún teljist ágætis smellur. Aðalleikari myndarinnar og titilhetjan, Michael B. Jordan, var enga stund að hrista af sér Fant4stic skömmina frá sumrinu og hefur opinberlega fullyrt að hann myndi glaður snúa aftur sem Adonis Creed. „Ég vil sjá hvað gerist næst við þennan karakter og hvert hann fer. Það yrði spennandi að koma aftur og fá að vinna með Sly (Stallone) og Tessu (Thompson).

Creed verður frumsýnd í lok janúar hér á landi.

 

video-undefined-297ADEEA00000578-23_636x358

– Creed sigraði hins vegar ekki bogann og tárin hennar Katniss og hélt Mockingjay: Part 2 léttilega toppsæti helgarinnar í Bandaríkjunum, hérlendis líka. Hingað til er hún komin í glæsilegan gróða, en er farið að hægjast töluvert á aðsókninni miðað við hinar myndir seríunnar.

 

 

anchorman-2-image

– Grínarinn Adam McKay (Anchorman 1 & 2, Step Brothers) hefur verið á fullu að kynna sína nýjustu mynd, The Big Short, og óhjákvæmilega hefur hann verið spurður hvort Ron Burgundy snúi einhvern tímann aftur. Hann sló ekki hugmyndina niður og segist vera opinn fyrir því að kynna Burgundy fyrir netöldinni, og myndi þriðja Anchorman-myndin þá gerast í kringum ’97 eða ’98. McKay sagði að ef það gengi ekki upp hefur hann verið að leika sér með hugmyndina að senda Ron í Íraksstríðið.
Tja… eftir draslið sem hét Anchorman 2: The Legend Continues er aðeins hægt að fara upp.

 

Kickboxer

– Ekki nóg með það að sé endurgerð á Van Damme-myndinni Kickboxer sé í vinnslu (frá leikstjóra Blue Crush, Into the Blue og Paradise Lost), heldur er þegar búið að gefa grænt ljós á framhald þeirrar endurgerðar. Fyrri myndin ber heitið Kickboxer Vengeance og mun sú næsta kalla sig Kickboxer Retaliation.

 

 

people-dont-seem-to-care-about-the-fantastic-four--and-theyre-making-an-unfortunate-mistake

– Talandi um framhöld sem voru plönuð áður en forverinn fékk tækifæri til þess að sanna sig… Nú hefur Fox loksins ákveðið að fjarlægja ‘Fantastic Four 2’ af dagatali sínu. Þrátt fyrir að sundurslitna Josh Trank-myndin hafi fengið bæði hræðilega dóma og litla aðsókn, reyndu framleiðendur að halda í vonina um að eitthvað væri hægt að gera með þetta merki fyrir júlí 2017. Greinilega ekki.

 

kung-fu-hustle-519fb7d3937e9

– Ef þú átt leið framhjá Húrra í kvöld, og mátt missa 100 mínútur, ekki hugsa þig tvisvar um að skella þér á Hefnendabíóið þar sem ærslafulla bardagamyndin Kung Fu Hustle verður sýnd.

 

– Styttist vonandi í það að Bíóvefurinn megi tilkynna komandi stór(for)sýningu. Hlökkum til.

 

DownloadedFile.JPG

– Peter Jackson hefur hugsanlega – enn eitt skiptið – sett næsta Tinnaævintýrið til hliðar og er orðaður um að leikstýra Doctor Who þætti. Eftir helvítið sem hann gekk í gegnum með Hobbit-þríleikinn er engin furða að hann vilji smækka allsvakalega við sig.

 

jaabkyki4pm569hjznc9

Talandi um Hobbit… þrjú, þá erum við með leik í gangi þar sem þú getur unnið Extended-útgáfuna. Þessi Blu-Ray hlunkur er pakkaður vægast sagt hreinskilnu og kjötuðu aukaefni, og gleymum því svo ekki að Jackson fullyrti sjálfur að hefði þessi útgáfa farið í bíó, hefði aldrei komið annað til greina en að setja ‘R’ stimpilinn á hana.

 

star-trek-into-darkness-damon-lindelof-admits-khan_18rc.640

– J.J. Abrams tók það á sig nýlega að hann hafi gengið alltof langt með Khan-fléttuna og tilvísanasúpuna í Star Trek Into Darkness (meira um það hér). Handritshöfundurinn Damon Lindelof, sem er ekki óvanur skotum frá sci-fi aðdáendum, tók nú nýlega í sama streng í samtali við Variety: „Það voru mistök að fela þessa fléttu. Allir vissu þetta fyrirfram og við reyndum okkar besta til að hylja yfir það. Ég er mjög ánægður með hvernig J.J. hefur tekist að halda öllu leyndu frá okkur með Star Wars, til að spara allt það góða fyrir bíóupplifunina.“

 

LOS ANGELES, CA - FEBRUARY 05: George Lucas and Steven Spielberg attend the Dedication of The Sumner M. Redstone Production Building at USC on February 5, 2013 in Los Angeles, California. (Photo by Valerie Macon/Getty Images)

– Og ekki að það komi á óvart, en Steven Spielberg sagði að hann telur nánast bókað að Episode VII verði stærsta bíómynd allra tíma.

 

 

– Breska plakatið fyrir Pride & Prejudice & Zombies hefur sprottið upp á yfirborðið. Sá undarlegi bræðingur frá leikstjóranum Burr Steers (17 Again) og höfundinum Seth Grahame-Smith (Abraham Lincoln: Vampire Hunter) er væntanlegur í febrúar… í kringum Valentínusardaginn nánar til tekið.

…dúlló.

Final UK quad