Ein óvenjulegasta en um leið frumlegasta (indí)hasarmynd ársins var frumsýnd fyrir skömmu. Hardcore Henry er sannarlega ekki allra, segjum það, en myndin gerði allt vitlaust þegar hún var afhjúpuð fyrst á Toronto-kvikmyndahátíðinni í fyrra. Öll myndin er skotin á GoPro vélum og býður upp á svaðalegan sarp af ótrúlegum áhættuatriðum.

Myndin gerist öll á einum degi í Moskvu í Rússlandi og segir frá Henry, hálfum manni og hálfu vélmenni sem þarf að bjarga eiginkonu sinni og skapara úr klóm illmennis sem getur fært til hluti með hugarorkunni. Fljótlega áttar Henry sig til fulls á mögnuðum hæfileikum sínum og svífst hann einskis til þess að bjarga sinni heittelskuðu áður en það verður um seinan.

Ef þú átt eftir að sjá þessa ræmu og hefur áhuga á henni hvetjum við til smá þátttöku í frímiðaleiknum okkar. Í boði eru fjölmargir miðar og gilda þeir fyrir tvo á hvaða sýningu sem er í Laugarásbíói.

Spurningin er þessi:

Hverjar eru þínar topp þrjár uppáhalds hasarhetjur? og þarna spyrjum við auðvitað um þær allra hörðustu!

Svör sendast á tommi@biovefurinn.is eða hér í kommentsvæðinu.

Vinningshafar verða dregnir reglulega út fram að næstu helgi.