„New Orleans, 1933. In those days words didn’t buy much.“

Það er erfitt að finna svalari leikara en Charles Bronson. Hann er goðsögn fyrir myndir eins og Death Wish, The Mechanic og Once Upon a Time In The West. Hér leikur Bronson nagla sem vinnur fyrir sér sem berhnúaslagsmálahundur í New Orleans árið 1933. Coburn sér hæfileikana og gerist umboðsmaður hans. Þetta er drama sem fylgir ákveðinni formúlu en gerir það vel. Söguþráðurinn er frekar einfaldur en myndin er aldrei leiðinleg. Bardagaatriðin eru skemmtileg og alltaf þegar Bronson og Coburn tala er erfitt fyllast ekki lotningu.

„I want to have a long talk with anybody bettin’ against me.“

Leikstjóri: Walter Hill (The Warriors, 48 hrs 1-2, Brewsters Millions, Red Heat, Trespass)