„It’ll be a killer party!“

Fljótt á litið er þessi mynd nokkuð hefðbundinn slasher. Við erum með heimska unglinga, leynilegan morðingja með svarta hanska og skemmtilega vel útfærð morð. Það er samt meira að baki. Það er reynt að hrista upp í formúlunni með hinum ýmsu óvæntu fléttum. Maður er látinn halda að hinir ýmsu leikmenn séu morðinginn og maður kemst ekki að hinu sanna fyrr en alveg í blálokin. Lokasenan (afmælisveislan) er algjör snilld, ég var nálægt því að standa upp og klappa. Bravó!

„You’d be proud of me now, mother. All the kids like me.“

Leikstjóri: J. Lee Thompson (The Guns of Navarone, Cape Fear (1962), Conquest of the Planet of the Apes, Firewalker)