Það eru ekki margir sem geta ýtt kolsvörtum gamanmyndum enn meira yfir strikið, keyrt mynd áfram á súrum díalóg, unnið innan agnarsmárra fjármagna og á sama tíma látið það allt saman svínvirka, en Todd Solondz gerir það svo sannarlega.

Happiness tekur fyrir nokkrar óhamingjusamar persónur í mismunandi leit sinni að hinum titlaða lykli að lífinu: Hamingju. Bældur nauðgari, ótilfinninganæm og óheppin listakona og virkur barnaperri sameinast öll í þessari leit, en bæði hvernig Solondz tvinnar saman sögurnar og hvert þær stefna er hreint út sagt snilldarlega gert. Ef þú hefur skapið í ansi svæsinn húmor sem dansar kæruleysilega á línu siðferðarinnar ætti þessi að vera tilvalinn. Hafðu bara hugann opinn, enda eru frekar fríkaðar pælingar á hlutverki aðalpersónunnar í gangi hér.