Tölvuleikjaspilarinn og fjölmiðlamaðurinn Ólafur Þór Jóelsson, betur þekktur sem Óli Gametíví, hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár leiðbeinandi fólki í gegnum leikjaheiminn.

Við ákvaðum að tékka á kappanum og sjá hver Fimman hans væri. Niðurstaðan var vægast sagt… athyglisverð – en stórskemmtileg.

 

 

5. OCTAGON (1980) m. Chuck Norris

 Chuck-Norris-vs-ninja

„Man vel eftir þessari, átti hana á Beta-spólu og horfði agndofa á Chuck brytja í sig Ninjur af öllum stærðum og gerðum…“

 

4. DIRTY DANCING (1987)

DIRTY DANCING, Patrick Swayze, Jennifer Grey, 1987, ©Vestron Pictures/courtesy Everett Collection

„Fór á hana þrisvar í bíó og langaði mikið að kunna að dansa eins og Swayze, en líkamlegir annmarkar komu í veg fyrir allt slíkt.“

 

3. SÓDÓMA REYKJAVÍK (1992)

Sodoma_11

„Skartar Birni Jörundi Friðbjörnssyni, einum af okkar allra bestu listamönnum. Skemmtileg saga og ódauðlegir frasar.“

 

2. THE SHAWSHANK REDEMPTION (1994)

shawshank-list
 „Afberandi leikur og flott saga, ein af þeim sem fer reglulega á skjáinn.“

1. HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GUANTANAMO BAY (2008)

Comedy-Sequels-Harold-and-Kumar-2
 „Einhver besta grínmynd sem gerð hefur verið, Harold og Kumar ná þarna að keyra grín inn í nýjar víddir.“