Með aðal nörda ráðstefnu heimsins í gangi vestanhafs þá mátti gera ráð fyrir stórum eða óvæntum fréttum úr kvikmyndaveröldinni. Það var einmitt í Sal H sem áhorfendur fengu að sjá leikarana á bakvið hetjurnar í Justice League sem svöruðu spurningum og fleira.

Merkilegast þó var að þeir fengu að sjá fyrsta sýnishornið. Salurinn varð óður enda myndin ekki væntanleg fyrr en í nóvember á næsta ári, um að gera að undirbúa fólk og peppa það upp strax og vona að það haldist í 16 mánuði. Það ótrúlegasta samt er að sýnishornið er komið á netið og má sjá hér að neðan.
Ath! hér er íslandstenging!