“A true story of faith, devotion and undying love.”

Þessi mynd er nr. 210 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Ef hún hefði ekki verið á þeim lista hefði ég sennilega aldrei kíkt á hana. Myndin virkar í fyrstu eins og Disney mynd, plakatið er ekki ósvipað og Lassie Come Home frá 1943. Það er hinsvegar ýmislegt sem kemur á óvart og myndin fór að lokum langt fram úr mínum væntingum.

Myndin fjallar um mann, leikinn af Richard Gere, sem finnur hvolp á lestarstöð og finnur ekki eiganda hans. Hundurinn er af japönsku kyni sem kallast Akita en þeir eiga að vera sérstaklega húsbóndahollir, þrír hundar fara með hlutverk Hachi í myndinni. Myndin byggir á sannri sögu en það er best að vita engin smáatriðu um hvað gerist. Alvöru Hachi dó víst árið 1934 og myndin er mjög hjartnæm án þess að vera væmin. Ég er ekki frá því að ég hafi fengið eitthvað helvítis sandkorn í augun í síðustu atriðunum, held að glugginn hafi verið opinn.

“Life cannot be captured. Human heart cannot be captured. The moment of creation itself is fleeting.”

Leikstjóri: Lasse Hallström (Once Around, What´s Eating Gilbert Grape, Chocolat)