Zack Snyder er augljóslega mjög visjúal gæi, og þrælvanur því að sviðsetja testósterónhasar fyrir framan auð tjöld (enda var 300 alfarið skotin þannig), græn eða blá.

Eins og hér má sjá í þessu litla vídeói voru flestar stærstu senurnar úr Batman v Superman teknar upp innandyra og virðist sem að brynjan á Batman hafi verið tölvugerð í mörgum skotum, en brellufjöldi myndarinnar er í heildina gríðarlegur. Þetta er aðeins brot af því sem sýnt er án þess að spilla of miklu.