Adolf Hitler var víst mikill aðdáandi Chaplin. Charlie þakkaði fyrir sig með því að pakka Hitler gjörsamlega saman í þessari mynd. Myndin er fyrsta alvöru tal myndin sem Chaplin gerði og hann lagði mikinn metnað í gerð hennar og undirbúning. Það er svolítið skrítið að sjá Chaplin tala en það venst fljótlega. Myndin segir frá rakara sem er gyðingur og merkilega líkur einræðisherra Tomaniu, Hynkel. Mér fannst myndin ekki eins fyndin og margar aðrar Chaplin myndir en það er samt talsvert af kjánalegum húmor. Það sem stendur upp úr er ræða rakarans í hlutverki Hynkel í lok myndarinnar. Kíkið á hana að neðan. Heil Hynkel!

„We’ve just discovered the most wonderful, the most marvelous poisinous gas. It will kill everybody.“

Leikstjóri: Charles Chaplin (The Kid, City Lights, Gold Rush)