„The Joads step right out of the pages of the novel that has shocked millions!“

The Grapes of Warth, eftir skáldsögu John Steinbeck, er eitt af helstu meistaraverkum eins besta leikstjóra sögunnar, John Ford. Myndin gerist á krepputímum, nánara tiltekið á þriðja áratugnum í Oklahoma. Sagan fylgir bændafjölskyldu sem hrökklast frá jörðinni sinni í leit að vinnu og mat. Stefnan er tekin á Kaliforníu en það eru úlfar á veginum. Myndin fjallar í raun um mannlegt eðli, þ.e. hvernig fólk fer að því að lifa af, sumir með heiðarleika og aðrir með skepnuskap. Mikið er lagt upp úr því að sýna aðstæður á raunsæjan hátt og leikarar leggja sig mikið fram við að draga áhorfandann inn í tíðarandann. Einn af mínum uppáhalds leikurum, Henry Fonda, fer með aðalhlutverkið. Fonda er frábær í þessu hlutverki meðalmannsins sem þarf að leita leiða til að bjarga fjölskyldu sinni. Þessi mynd er algjör klassík.

Myndin var tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna, vann fyrir bestu leikstjórn og besta leik konu í aukahlutverki.

„Wherever you can look, wherever there’s a fight, so hungry people can eat, I’ll be there. Wherever there’s a cop beatin’ up a guy, I’ll be there.“

Leikstjóri: John Ford (The Searchers, The Quiet Man, The Man Who Shot Libety Valence, Stagecoach)