Godzilla_Empire_RevealGodzilla/King Kong stórmyndaheimurinn fékk smá bakslag í sinni framleiðslu eftir að maðurinn sem gerði Godzilla ‘kúl’ aftur, Gareth Edwards, ákvað að hætta við að leikstýra Godzilla 2. Legendary Pictures misstu þó ekki alla sem komu að fyrri myndinni þar sem Max Borenstein, einn af handritshöfundum fyrri myndarinar, mun skrifa framhaldið.

Ekki er vitað mikið um söguþráð Godzilla en Legendary Pictures fengu réttinn á Mothra, Rodan og King Ghidorah frá Toho produtions þökk sé hvað þeim fannst nýjasta Godzilla myndin koma skemmtilega á óvart, eitthvað sem var ómögulegt að segja um Roland Emmerich myndina. Síðan má fólk búast við að Godzilla 2 verður með eitt svaðalegt lokaskot til að byggja upp Godzilla vs. King Kong, djöfull er Hollywood að lepja upp þessar „vs.“ myndir. Ekkert hefur samt breyst með útgáfudag Godzilla 2 sem er 22.mars 2019.

Það hefur líka komið fram að það sé enginn rýgur milli Warner Bros og Gareth Edwards, heldur vill Edwards fara aftur í smærri myndir, sem er alveg skiljanlegt eftir að hafa gert tvær stórmyndir í röð (Edwards er leikstjóri Star Wars myndarinnar Rogue One, sem kemur í des). Framtíðarverkefni Edwards kallast Forever og er skrifað af honum sjálfum. Forever fjallar um krakka sem lifir í framtíðarheimi sem er stjórnað af róbótum og er að leita af upphafi mannkynsins.

Er nú ekki málið að hringja í Gareth „Raid“ Evans, fólk er alltaf að ruglast á þeim og væri alveg til að sjá skrímsli taka nokkur kung fu brögð.