Hið árlega desemberflóð sýnishorna heldur áfram að gefa tóninn fyrir næsta bíósumar. Við höfum nú fengið að sjá úr Civil War, X-Men: Apocalypse, Turtles II, The Nice Guys, og mörgu öðru, eins og (langþráða?) framhaldinu af Independence Day – sem á næsta ári verður orðin tuttugu (!) ára gömul.

Bill Pullman, Jeff Goldblum, Brent Spiner, Vivica A. Fox, Sela Ward og Judd Hirsch snúa öll aftur (Will Smith ákvað að sitja hjá) og við hópinn hafa bæst Liam Hemsworth, Maika Monroe (It Follows), Joey King (The Conjuring, Fargo), Charlotte Gainsbourg og William Fichtner. Leikstjórinn Roland Emmerich situr einnig við stjórnvölinn á ný og sjá þeir Dean Devlin saman um handritið sem fyrr.

Independence Day myndin var tekjuhæsta mynd ársins 1996 á heimsvísu, þannig að gamla og nýja standa eflaust frammi fyrir háum væntingum hjá mörgum.

4879867948

Eftir tuttugu ára bið fer ekki á milli mála að hér verði lofað einhverju margfalt stærra en seinast, eins og Goldblum kommentar sjálfur á í sýnishorninu (og vírusvarnirnar hjá geimverunum hljóta að vera sterkari nú). Kitlar vel.

Independence Day: Resurgence verður frumsýnd í júní.