Rogue One er ekki búinn að eiga bestu mánuðina hvað varðar að halda fólki spenntu fyrir myndinni, sérstaklega eftir að fréttirnar fóru af stað varðandi 6 vikna „endurtökur“ á myndinni. Ekki er en vitað ástæðuna, getgátur hafa verið að um hún var of dökk (orðið stríð er nú í nafninu á séríunni!) og vildu framleiðendur að hún hefði meiri húmór svo fólk tengdi hana meira við A New Hope.

Til að koma fólkinu aftur í gírinn fyrir myndina var sýnt myndband á dögunum í London til að sýna nýtt efni og láta fólk aftur fá fiðring í magann að hugsa um næstu Star Wars mynd.

Þeir í Disney meiga eiga það að ég var spenntari fyrir myndinni eftir að hafa séð þetta myndband. Ég vill samt kenna þeim um afhverju Gareth Edwards hætti við að gera Godzilla 2 og fara aftur í Indie myndirnar, hefur líklega verið helvíti að vinna með mörg þúsund manns á bakinu að segja þér ekki að klúðra myndinni og síðan fara í þessar endurtökur.

Afraksturinn getum við síðan séð 16.desember í ár og núna verður vonað það besta.