Leikstjórinn Neill Blomkamp hefur ekki setið auðum höndum eftir Chappie-vonbrigðin (og margir District 9 unnendur deila enn um hvort Elysium hafi verið þokkaleg eða ekki). Leikstjórinn vonaðist auðvitað lengi eftir því að fá að gera Alien-framhaldið sem hann var búinn að „lofa“ fólki – áður en það féll í sundur eftir að Ridley Scott ákvað að tileinka sér þá seríu aftur.

En nú skaut upp kollinum splunkuný, 20 mínútna stuttmynd eftir Blomkamp sem ber heitið RAKKA og bregður engin önnur en Sigourney Weaver fyrir í henni.

Kíkið á:

Myndin gefur okkur föstu og þemu stílbrögð leikstjórans, sem sýna einnig áhuga hans á villtum, víruðum hönnunum og blæti fyrir skítugri tækni. Útkoman er bara hreint prýðileg, og spyr maður sig hvort að seinustu tvær myndir leikstjórans hefðu betur virkað í stuttmyndaformi.

… eða hvort maðurinn eigi yfir höfuð að halda sér þar – svona fyrst hann hefur ekki enn gefið okkur District 10.