Nú eru aðstandendur Lucasfilm byrjaðir að setja í hágír hvað varðar kynningarefni og vitundarvakningu fyrir nýju SOLO myndinni sem væntanleg er í næsta mánuði.

Mikið af sögusögnum og frásögnum hafa borist um erfiðleika (og farsakenndu) framleiðslu myndarinnar, strembnar aukatökur, leikstjóraskiptin og almennt „panikk-ástand“ sem ríkir hjá Lucasfilm fyrir útkomunni og hvort hún skili ljúfum hagnaði.

En ef myndin reynist vera stórskemmtileg er okkur drullusama um allt sem gerðist á bakvið tjöldin.

Vonum hið besta.
Hér kemur nýi trailerinn, og hann fær prik fyrir að gefa áhorfendum smá smakk af Lando Calrissian í túlkun Donalds Glover, og svarar spurningunni sem hefur trúlega lengi brennt á vörum Star Wars aðdáenda: „Hvað á Chewie eiginlega að vera gamall í myndinni?“