Flestir sem kannast við subbulega en orðheppna Harry S. Plinkett hjá Red Letter Media vita það að maðurinn getur verið beinskeyttur, ýtarlegur og sterkur í rökfærslum sínum með þessum vídeóritgerðum hans. Plinkett varð strax alræmdur fyrir krufningar á t.d. Star Wars forsögunum, Indiana Joned 4 og fleirum – og núna ræðst karlinn á Ghostbusters endurgerðina, réttlætanlega.

Plinkett fer út í samanburð á tónum Ghostbusters-myndanna, þeirri upprunalegu og nýju, og hefur margt að segja um leikstjóragetuna hjá Paul Feig (sem Dan Aykroid er víst ekki ósammála…) og örvæntingarfullum tilraunum myndarinnar til þess að vera fyndin, hipp og nostalgísk. Sony-stúdíóið fær líka góða flengingu fyrir stöðugt auglýsingamynstur og áhættuleysi.

Útkoman hjá Plinkett er einfaldlega klukkutími sem þú sérð ekki eftir. En ef þú ert Plinkett-fylgjandi ættirðu ekki að þurfa mikla sannfæringu þar.