“Just because you’re invited, doesn’t mean you’re welcome.”

Annað slagið kemur öðruvísi hryllingsmynd sem hittir beint í mark. Myndir eins og Don’t Breathe, It Follows, The Babadook, The Witch, The Descent, The Mist og svo mætti áfram telja. Það er erfitt að tala um þessa mynd án þess að segja of mikið. Í stuttu máli fjallar hún um hvíta stelpu sem fer með svartan kærasta sinn til að hitta ríka, hvíta foreldra sína.

Það er einkennilegt andrúmsloft yfir þessari mynd, óþægileg tilfinning sem er erfitt að festa fingur á. Ég sá ekki alltaf hvert hún var að stefna, en á sama tíma var nokkuð augljóst hvað væri í gangi í grófum dráttum. Það er smá húmor hér og þar, enda er leikstjórinn þekktur grínisti (Jordan Peele úr Key and Peele). Ég kunni virkilega að meta vin aðal stráksins og kærastan hans var með svolitla Jennifer Connelly eiginleika í gangi sem er alls ekki slæmt. Spennan byggist hægt upp og er áhrifaríkari fyrir vikið. Ég held ég fái mér ekki tebolla í dag, þið munuð skilja eftir áhorf.

“You were one of my favorites.”

 

Leikstjóri: Jordan Peele