Margir hafa beðið eftir einhverjum fréttum frá hasarleikstjóranum Gareth Evans um hvað næsta verk hans væri, margir höfðu líklega búist við Raid 3. Evans ætlar að láta fólk bíða lengur eftir henni því nýja myndin hans mun vera glænýtt verk og mun bera heitið Apostle.

Apostle. Third draft. Almost there. A smidgen fucked up. cc. @xyzfilms @aramtertzakian @nbolotin

A photo posted by Gareth Evans (@ghuwevans) on Aug 19, 2016 at 2:00pm PDT

Að auki fengum við að vita smá um söguþráð myndarinnar og aðalleikara; Dan Stevens (The Guest, Beauty And The Beast 2017) er maður sem heimsækir lokaða eyju í leit að systur sinni sem hefur verið rænt af trúarreglu. Síðan ef maður þekkir Evans rétt munu menn deyja hægri vinstri með frábærum hasaratriðum.

Nú tekur biðin við.