Kvikmyndagerðarmaðurinn sérvitri Alejandro Jodorowsky, maðurinn sem gaf okkur El Topo, The Holy Mountain og fleiri, ætlaði sér einu sinni að færa sci-fi sögu Franks Herbert, Dune, á hvíta tjaldið. Hugmyndir hans fyrir myndina voru vægast sagt metnaðarfullar, stórmagnaðar sumar og má allt þetta sjá í hinni bráðskemmtilegu heimildarmynd Jodorowsky’s Dune frá 2013.

Leikstjórinn ætlaði sér sko aldeilis ekki að gera beina aðlögun á bókinni og var skýrt að hann vildi gera sína sýn og flytja söguna á annað, dýpra level. Í þessari heimildarmynd leikur Alejandro lausum hala í frásögnum sínum og skafar ekki undan því að lykillinn að góðri bókaaðlögun er að þora að tæta upprunalega efniviðinn í sundur og móta hann upp á nýtt. Þannig verður klassaverkið til. Þetta er a.m.k. það sem hann reynir að koma til skila í þessari klippu þar sem hann notar heldur betur súra allegoríu fyrir það hvernig best skal „nauðga“ höfundinum, eða… brúðurinni (?).

Í alvörunni þó, ef þið hafið ekki séð þessa heimildarmynd – vinsamlæegast gerið ykkur þann greiða og fylgist með hvernig þessi maður ætlaði sér að algjörlega júník og stórfurðulega og mikilfenglega sci-fi mynd.