Allt er farið á fullt þegar það kemur að framhaldi Fantastic Beasts and Where To Find Them þar sem tökur fara af stað snemma á næsta ári. Eitt það stærsta sem hefur bæst við heiminn er koma Johnny Depp að sveifla töfrasprota. Líklegt þykir að hann leiki hinn víðfræga Grindelwald.

Potter-unnendur þekkja hann vel.

Fantastic Beasts verður frumsýnd seinna í þessum mánuði og verður forvitnilegt að sjá hvort hún marki spennandi upphaf að nýrri (fimm mynda…) viðbót í Harry Potter-heiminn. Vonum bara að þetta verði ekki annar ‘Hobbiti’.