Það er vel þekkt fyrirbæri að Goggi Lucas elskar að breyta myndum sínum….. flestum aðdáendum Stjörnustríðs til ama. Breytingarnar eru margar og af ýmsum toga allt frá smávægilegu tölvufikti í bakgrunni yfir í það að fá Greedo til að skjóta á undan eða leyfa Han Solo að stíga hreint og beint yfir Jabba the Hut.

Hér eru taldar allar breytingarnar sem Lucas gerði á fyrstu myndinni – þessari sem upphaflega hét ekki meira en ‘Star Wars’ og hefur óneitanlega lent hvað mest í fikti frá upphafi. Hér fáum við að sjá samanburðinn á útgáfum sem gerðar voru fyrir Special Edition-ið (1997), DVD eintökin (2004), Blu-Ray safnið (2011) og hvernig upprunalegu senurnar voru í þessum tveimur áhugaverðu pörtum.