Þegar kvikmyndaáhugamenn heyra að Tarantino er að gera nýja mynd kviknar einhver gæsahúð um allan líkamann og byrja þeir að telja niður mánuðina og vikurnar þangað til að hún kemur á stóra skjáinn.

Við byrjun ársins leit 2015 stórvel út en persónulega var ég spenntari fyrir The Hateful Eight heldur en t.d. The Force Awakens sem var skemmtileg en persónulega þegar ég kom útaf The Hateful Eight langaði mér miklu frekar að sjá hana strax aftur. Með engan Christoph Waltz í aukahlutverki er spurning hvort einhver leikari myndarinnar mun vinna Óskarsverðlaun sem besti aukaleikari? ef akademían hefur magann, þolinmæðina og dökka húmorinn sem væri betra að hafa fyrir þessa mynd.

En nóg af tali, hér eru mínar átta ástæður fyrir því að fólk á að sjá myndina, strax og þar helst í bíói:

(ath. það eru engir spillar í greininni, bara svona léttar skimanir yfir viss yfirborð á senum)

 

1. Sammi stelur senunni

maxresdefault

Samuel L. Jackson fær hreint út sagt brillerandi mónólóg sem viðkemur ákveðinni sögustund, án þess að meira megi segja um það. Jackson hefur alltaf verið sterkur í öllum sínum Tarantino-myndum en hérna eignar hann sér sviðsljósið sem aldrei fyrr. Þessi mónólógur er bæði skerandi og fáránlega fyndinn.

 

2. Ferðafélagar í vagni

image

Helmingur áttmenninganna eiga hressilegt spjall í vagni sem snerta baksögur hvers og eins. Myndin er ekkert að flýta sér og leyfir okkur að venjast þessum fjórum sem þarna mætast og vita (að mestu…) allt sem þarf að vita fyrirfram áður en áfangastaðnum er náð, og glænýtt sett af spennu tekur við.

 

3. Jennifer Jason Leigh

video-the-hateful-eight-jennifer-jason-leigh-on-quentin-tarantino-superJumbo

Karakterinn Daisy Domergue stal algjörlega myndinni fyrir mér. Hugsunarháttur Daisy og hvað hún er hræðileg manneskja en samt með húmor og „gaman“ af lífinu. En óútreiknanleiki er einnig mikill styrkleiki hennar og í seinni hlutanum er Leigh alveg búin að tileinka sér alla ræmuna. Tarantino vildi fyrst Jennifer Lawrence en hefði ekki getað púllað þetta hlutverk jafn vel og þessi Jennifer.

 

4. Super Panavision 70

The-Hateful-Eight-2015-Movie-Wallpaper-10

Víðu skot Tarantinos á öllu sem gerðist fyrir utan kofann er með þeim bestu kvikmyndaskotum ársins 2015; svo glæsilega römmuð og útpæld eins og honum einum er lagið. Hundfúlt að aldrei rættist úr því að sýna 70mm printið hér á landi, eins og leikstjórinn vildi að flestir myndu fyrst og fremst upplifa hana. Bíósýning af gamla skólanum.

 

5. Óvissan

hateful-eight-trailer-2
Að vita ekki baksögu hvers og eins karakters heldur þarf maður að finna það út með tímanum. þetta gerir að verkum að áhorfendur finna út hluti um ákveðna karaktera á sama tíma og aðalkarakterar myndarinnar.

 

6. Meistari Morricone

h84

Tónlistinn frá meistarnum Ennio Morricone, maðurinn á bakvið tónlistina í Dollaraþríleiknum frá Sergio Leone og The Thing. Strax og ég hugsa til baka yfir tónlistina í myndinni kemur opnunarstefið yfir opnunarkreditlistann alltaf fyrst í huga. Morricone þurfti að semja tónlistina við myndina án þess að hafa séð hana, en aldeilis tókst honum að skila af sér flottu verki. Þungt, töff, grípandi.

 

7. Karakterarnir standa undir nafni

o-HATEFUL-EIGHT-facebook

The Hateful Eight, eins og nafnið gefur upp, fjallar ekki um mjög geðþekkar manneskjur, og ef það er eitthvað sem má alltaf reiða á í Tarantino-myndum, þá er það mikil spenna milli karaktera sem yfirleitt leysist upp í subbulegt ofbeldispartí. The Hateful Eight er kannski minimalísk mynd en hún sparar ekki grimmdina sína. Hún er ekki fyrir viðkvæma, fíla það.

 

8. Flæðið

Screen-Shot-2015-11-05-at-2_51_02-PM-640x285

Síðast en ekki síst, „slow-burn“ uppbyggingin, kaflaskilin og hvernig myndin er drifin af samræðum karakterana til þess að sjá hverjir eru með eitthvað illt í pokahorninu hjá sér. Þessi sniglahraði er ekki fyrir alla en ef fólk vill góðar og spennandi samræður með mikilli spennu-uppbyggingu með æðislegu payoffi þá er The Hateful Eight algjörlega fyrir þig. Persónulega var ég allann tímann á endanum á sæti mínu því ég vildi vita alltaf meira og meira um karaktera myndarinnar og hvað myndi gerast næst.

 

Ein aukaástæða!
9. Yfirvaraskegg Kurt Russell

hateful-eight-kurt-russell-images-570x285

Núna er maður komið með hugmynd af yfirvaraskeggi fyrir næsta mottumars.
Og gleymum heldur ekki að Russell lék aðalhlutverkið í The Thing, og það má strax sjá að Tarantino hefur fengið ýmist lánað frá henni. Bókstaflega.

 

 

The Hateful Eight er allaveganna kominn á topp 10 listann minn yfir bestu myndir ársins 2015, hvar hún mun enda er ég enn ekki viss. Hún er mynd sem er þess virði að ræða, á jákvæðan og neikvæðan hátt og allt sem leynist á milli layeranna.

Flestir QT-fíklar ættu orðið að vera löngu búnir að sjá hana, jafnvel oftar en einu sinni. Ef þú ert einn slíkur (eða ekki), segðu hvað þér fannst um myndina.