„It’s the hottest story since the Chicago Fire… And they’re sitting on it.“

Ég hef mjög gaman af Billy Wilder myndum og ekki skaðar að hafa snillingana Jack Lemmon og Walter Matthau í aðalhlutverki. Í myndum Wilder er handritið alltaf þétt og þessi mynd er engin undantekning. Það er talað hratt, samtölin eru mjög vönduð og í stíl við tímabil myndarinnar, þ.e. 1929. Myndin fjallar um blaðamann (Lemmon) sem segir upp og ætlar að flytja með kærustunni (ung Susan Sarandon) í aðra borg. Yfirmaður hans (Matthau) vill hinsvegar ekki sætta sig við það og gerir allt til að halda sínum besta blaðamanni. Inn í þetta er fléttuð saga af dæmdum morðingja sem verður sjóðheit frétt. Þessi mynd er skemmtileg en er þreytandi á köflum. Þetta varð aðeins of mikill farsi fyrir minn smekk en samt sem áður ánægjuleg mynd með frábærum leikurum.

„Well, if it’s in the papers, it must be true.“

Leikstjóri: Billy Wilder (Double Indemnity, Sunset Blvd., Some Like It Hot, The Apartment, Avanti!)