Leikarinn Tómas Lemarquis er staddur á heimaslóðunum um þessar mundir og hyggst skella sér á Nexusforsýninguna á X-Men: Apocalypse, en í henni bregður hann fyrir í smáhlutverki. Lemarquis er yfirleitt kenndur við Nóa albínóa en hefur verið makalaust duglegur að deila tjaldinu með stórstjörnum, frá Kevin Costner í Three Days to Kill til Chris Evans í Snowpiercer. Duglegur.

_1449879053 (1)

Bryan Singer er annars mættur með fjórðu X-Men mynd sína, 16 árum eftir hans fyrstu, og fara nýir leikarar með hlutverk Jean Grey, Cyclops, Storm, Nightcrawler og Angel við hlið „yngri“ útgáfu Professor X, Magneto, Mystique og Beast. Myndin lokar hinum ‘óformlega’ þríleik sem þær First Class og Days of Future Past tilheyra og kemur með epík og eyðileggingu á skala sem aldrei hefur sést áður í X-seríunni. Apocalypse er í þokkabót sú lengsta í röðinni og undirritaður getur vottað fyrir það að nýja Quicksilver senan er ein og sér þess virði að blæða í miðann.

X-Men: Apocalypse fer í sýningar hér á landi heilli viku á undan bandaríkjunum og verður Nexus-sýningin núna á þriðjudaginn, 3D, hlélaus og selt í númeruð sæti. Miðaverð er 1900 kr, án gleraugna.

Ef þig þyrstir annars í smá senubrot, tékkaðu á þessum bút sem sýnir hvað Kodi Smit-McPhee hleypur (eða stekkur?) glæsilega í skarð forvera síns í hlutverki Nightcrawler.