“A lot can go down between Thursday and Saturday…“

Friday er eðal ’90s grínmynd sem hefur elst bara nokkuð vel. Söguþráðurinn er reyndar þynnri  en parma skinka en það er ekki aðalmálið. Myndin fylgir Ice Cube og Chris Tucker eftir einn föstudag þar sem þeir hafa akkúrat ekkert að gera. Þeir sitja meira og minna úti á palli og tala við fólk sem kemur við. Það er meira og minna söguþráðurinn eins og hann leggur sig. Myndin er samt mjög fyndin, Tucker lætur alla sína takta vaða. Stundum finnst mér hann pirrandi (The Fifth Element) en hér er hann bara old school góður. Ice Cube er ekki mikið meira en þokkalegur leikari en þarf svo sem ekki að gera mikið í þessari mynd. Inn á milli eru frábærir aukaleikarar eins og Bernie Mac og John Witherspoon sem leikur pabba Ice Cube.

Tónlistin er full af hip hop klassík frá Funkdoobiest, Dr. Dre, Cypress Hill og Tha Alkaholiks svo eitthvað sé nefnt. Ice Cube var samt í raun kominn yfir hápunkt tónlistarferilsins, búinn með NWA og sóló plötur eins og Amerikkka´s Most Wanted og Death Certificate. Það er gaman að sjá “hood” myndir frá þessum tíma sem eru ekki bara drama og skotárásir. Mér leið eins og ég væri að heimsækja gamlan vin þegar ég horfði á þessa. Ef þið þekkið þessa gaura, kíkið í heimsókn á pallinn.

„Puff puff, give. Puff puff, give. You fuckin’ up the rotation.“

Leikstjóri: F. Gary Gray (Set It Off, The Negotiator, A Man Apart)