“Three guys. One pub. Too much time on their hands.”

Ég er sérstaklega veikur fyrir myndum um tímaflakk. Þessi er ein af þessum litlu og sniðugu og ég held að mjög fáir viti um hana. Myndin hefur greinilega ekki kostað mikið en hún er fyndin og aðalpersónur eru sjarmerandi. Eina þekkta andlitið er Chris O´Dowd úr IT Crowd en hann er bestur af vinunum þremur. Það er allskonar flipp í kringum tímaflakk og myndin tekur sig ekki mjög alvarlega. Alls ekki slæm leið til að drepa smá tíma.

“Ray, I love you, but we only have fourteen hours to save the Earth!”

Leikstjóri: Gareth Carrivick