Lítið hefur farið fyrir nýjustu myndinni frá Kevin Smith, þó svo að hún sé löngu tilbúin og var afhjúpuð á kvikmyndahátíðinni í Sundance fyrir skömmu. Enn höfum við ekki séð neinn trailer eða almennileg plaköt, en Yoga Hosers er önnur myndin í svokallaða „Kanadaþríleik“ Kevins. Tusk var þar sú fyrsta og hefur óneitanlega einhvern költ-status á bakvið sig. Síðan stefnir kappinn á að klára þrennuna með Moose Jaws (sem, eins og Smith orðar, verður „nákvæmlega eins og Jaws… bara með elg“).

yoga-hosers-2

Af fyrstu dómum að marka er Yoga Hosers talin á meðal allra slökustu mynda sem Smith hefur komið nálægt, og gagnrýnendur eru á því máli að dóttir leikstjórans (Harley Quinn Smith) og dóttir Johnny Depp (Lily-Rose Melody Depp) hafi átt betri mynd skilið til að spreyta hæfileika sína í.

yoga-hosers-kevin-smith-bratziÍ myndinni fara þær Smith og Depp með aðalhlutverkin og snúa aftur sem afgreiðslustúlkurnar sem brugðu fyrir í Tusk. Nú lenda þær í ævintýrum þar sem þær þurfa að stoppa kvikindi sem ætlar sér að útrýma öllum gagnrýnendum heimsins (lúmskt, Kevin…). Inn í atburðarásina flækjast litlir ‘pylsunasistar’ (allir leiknir af Smith) sem skríða upp í endaþarminn á fólki, hokkí-skrímsli og má ekki gleyma endurkomunni frá Johnny Depp sjálfum, þar sem hann leikur sömu rannsóknarlögguna og mörgum fannst eiga ekkert erindi í Tusk.

Yoga Hosers hljómar í fyrstu eins og „svo-slæm-að-þetta-gæti-orðið-æði!“ upplifun, en dómarnir þverneita fyrir það og segja að afraksturinn sé bara hreinlega vondur: tættur, ófyndinn, teygður og örvæntingafullur. Þykir það líka vera talsvert afrek þegar menn segja að svona skrautleg mynd verði langdregin á 80 mínútum alls.

Hér eru nokkur ummæli:

„In his (lengthy) introduction to YOGA HOSERS, Smith proudly called it the “stupidest f**king movie ever made.” He’s right, YOGA HOSERS really is one of the dumbest films ever made, but not in a fun way at all… The Canada jokes are all lame, and Johnny Depp is even worse here than he was in TUSK“ – JoBlo

„To shackle two lovely and promising teenage actresses to material this dreadful could be reasonably construed as an awfully expensive form of child abuse.“ – Variety

„Yoga Hosers is self-indulgent in the extreme, a listless vanity project that takes two protagonists with endless promise and chooses to do nothing of any real consequence with them. Would-be great heroines in search of a better script.“ – The Film File

„Jokes consistently play far too long, or are wildly over-explained, or both…
Is „Yoga Hosers“ the product of Smith coming to terms with his daughter’s interests even as the camera ogles her? Anything is possible, but it would take even more weed than Smith smokes in a month to make me believe it.“ – IndieWire

Eins og áður kom fram hefur kynningarefni fyrir myndina verið sérlega ábótavant, en engu að síður er hægt að gæða sér á þessari klippu úr myndinni til að fá smá ‘fíl’ fyrir tóni hennar.

Ólíklegt þykir að Yoga Hosers komi í bíó á Íslandi. Tusk gerði það ekki, þó svo að Bíóvefurinn hafi haldið sýningu á henni. Ef séns er á því að ofantaldir gagnrýnendur séu að tala út um rassgatið á sér er hægt að skoða möguleikann á að sýna þessa mynd.
Sjáum hvað skeður.