“Some assembly required.”

Frankenhooker er augljóslega mynd sem tekur sig ekki mjög alvarlega. Þetta er miklu nær því að vera grínmynd en hryllingsmynd, en hún er þó með nokkrum blóðugum senum sem koma henni í bannað-innan-16 flokkinn. Myndin fjallar um náunga sem virkar venjulegur, en er í raun brjálaður vísindamaður í frístundum sínum. Þegar kærastan hans deyr í hræðilegu garðslátturslysi ákveður hann að lífga hana við með því að nota líkamsparta úr gleðikonum. Fyrst hann er að því yfir höfuð, verður hann að finna alveg fullkomna parta. Þetta er mjög skemmtileg mynd og væri örugglega sérstaklega fín í hópi.

“One minute, they’re my bitches. The next, they’re pieces all over.”

Leikstjóri: Frank Henenlotter (Basket Case 1-3, Brain Damage)