“The world will never be the same once you’ve seen it through the eyes of Forrest Gump.”

Sumir horfa víst oft á Forrest Gump í kringum jólin. Ég hef aldrei tengt við hana við jólin en skil samt pælinguna. Þessi mynd er eins og þykkt ullarteppi á kósýkvöldi, hún einfaldlega lætur mann líða vel. Það er hlaupið í gegnum nokkra áratugi og snert á mikilvægum atburðum með bestu tónlist hvers tímabils í bakgrunni. Myndin er því hlaðin nostalgíu fyrir eldri kynslóðir sem getur vakið góðar minningar. Fyrir yngri kynslóðir er það endalaus sjarmi þessarar kvikmyndar sem grípur þegar maður sér heiminn í gegnum augu einfeldnings eins og Forrest Gump.

Forrest Gump er í raun eins og barn sem flögrar tilviljanakennt í gegnum lífið eins og fljúgandi fjöðrin í upphafi og lok myndarinnar. Hann skilur ekki flóknar mannlegar kenndir og er því ekki takmarkaður af þeim. Að því leyti er hann opnari fyrir nýjunugum en við hin. Þegar Bubba biður hann að fara með sér í rækjubransann segir hann bara já og þar með er það ákveðið. Á sama tíma lætur hann tilfinningar stjórna sér, þegar hann langar að hlaupa fer hann að hlaupa þar til hann hefur fengið nóg. Jenny segir að hann skilji ekki djúpar tilfinningar eins og ást en hans einfaldari nálgun hans gæti verið hreinni og betri en hjá okkur hinum í einhverjum skilningi. Gump er því á sama tíma einföld og flókin persóna. Það er ekki til illska eða eigingirni í honum og hann verður einskonar persónugerving fyrir hið góða í manninum. Hljómar nokkuð jólalega í mínum eyrum.

“Stupid is as stupid does.”

Leikstjóri: Robert Zemeckis (Back To The Future 1-3, Contact, Beowulf, Flight)