“Welcome to a magical kingdom.”

The Florida Project hefur verið að fá mikið umtal, a.m.k. á netinu. Myndin er með 96% á Rotten Tomatoes og var að finna á mörgum listum yfir bestu kvikmyndir síðasta árs. Myndin fjallar um fátækt fólk sem býr í skammtíma leiguíbúðum í nágrenni við Disney World. Það er enginn skýr söguþráður en meira er lagt upp úr andrúmslofti og að áhorfandinn nái tengingu við þennan raunveruleika líkt og til dæmis í Kids og Dazed and Confused.

Þetta er listræn tilvistardrama sem endurspeglar skýrt það vonleysi og þann ömurlega veruleika sem milljónir manna í svipaðri stöðu búa við á degi hverjum. Myndin skilur mikið eftir sig og vekur mann til umhugsunar um hvað sé til ráða fyrir þetta fólk. Willem DeFoe er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í myndinni og hann er mjög góður en það er hin kornunga Brooklynn Prince sem gjörsamlega stelur myndinni. Allt í allt er þetta virkilega vel heppnuð mynd.

“I can always tell when adults are about to cry.”

Leikstjóri: Sean Baker (Tangerine)