image010Baltastar Kormákur kann að sýna okkur hversu kalt er þarna á toppnum með nýjustu „Hollywood“-mynd sinni, sem var aldeilis ekki lengi að rjúka í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans (tæplega 70 þúsund manna aðsókn í heildina). Star Wars rústaði henni þó ekki fyrr en eftir áramótin.

Everest sigraði allavega Bond, Hefnendurna, Júraheiminn og Hungurleikanna og fleiri léttilega. Kannski var það heimarótatenging leikstjórans, kannski var það þorsti fyrir svellköldu stórslysadrama eða flotta bíóupplifunin sjálf. Kannski var það til þess að sjá hvort Jake Gyllenhaal væri í gestahlutverki eða meiru.

En myndin hlaut stórfína dóma að auki og sérstakt lof fyrir tæknivinnslu, tónlist og umgjörð, og þurfti víst ekki mikið til fyrir leikaranna alla (og þeir eru heldur betur margir… og þekktir) til að selja okkur kuldahrollinn, en þeir stóðu sig allir vel. Gleyma skal því heldur ekki að margir íslendingar komu að gerð myndarinnar og sérstaklega brellum hennar sem flestir hafa verið að hæla.

Þrívíddin þótti hins vegar umdeild, en henni hefur verið sleppt fyrir íslensku vídeóútgáfuna. (Okkur þykir það vera til hins betra, en almennilega magnaðar 3D-myndir koma hvort sem er ekki beinlínis árlega)

everest_ex_mc

Í okkar hendur hafa nú borist Blu-Ray – og DVD – eintök af myndinni sem góðir kommentarar eiga séns á að geta unnið. Leiðin til þess að taka þátt snýr að eftirfarandi spurningu: Í tilefni Everest, hver er besta (snjó- eða) stórslysamynd sem þú hefur séð?

ath. Við förum þarna frjálslega með orðið ‚stórslysamynd‘. Það má tilheyra þessum disaster-geira svokallaða (allt frá The Towering Inferno til Dante‘s Peak), en einnig getur það verið sannsögulegt háskadrama í líkingu við Alive eða 127 Hours. Snjóþrillerar í líkingu við The Thing eða Snowpiercer eru einnig leyfðir… þið ráðið.

Eins og við sögðum. Takið orðinu frjálslega, en segið okkur hvað fær myndina ykkar til að skera sig úr.

 

Spjallborðið er ykkar, og aðrir mega auðvitað líka senda sín „svör“ á netfangið tommi@biovefurinn.is. Allir sem hafa eitthvað sérstakt preferens um hvort þeir vilji myndina sérstaklega á Blu-Ray eða DVD mega taka það fram í póstinum.

 

Við drögum út nokkra vinningshafa á hverjum degi fram að helgi.

 

Lát svo heyra…