Fimman er fastur liður á Bíóvefnum og gengur einfaldlega út á það að spyrja hina ýmsu leikara eða leikstjóra hvaða topp fimm kvikmyndir eru í mestum metum hjá þeim. Ólafur Darri Ólafsson, stórmeistarinn sjálfur úr Roklandi, Djúpinu, The Last Witch Hunter og The BFG frá Steven Spielberg. Hann er hingað kominn í yfirheyrsluna.

„Það er ekki auðvelt að búa til svona lista. Væri líklega betra ef maður væri að búa til lista yfir 100 uppáhaldsmyndirnar manns. Ákvað þess vegna að skrifa lista um myndir sem maður hefur gott af því að horfa á,“ segir Darri og telur upp listann sinn.

 

Ath. Best að lesa þennan lista með röddinni hans Óla, af því allt er betra lesið af Ólafi Darra.

 


#5. THE THING (1982)John Carpenter

youve-got-to-be-fucking-kidding-me-5-things-you-might-not-know-about-john-carpenter-the-thing

„Þessi mynd hefur alltaf verið í uppáhaldi síðan ég sá hana fyrst.
Frábær leikhópur, tónlist og creepy stemning. Kurt Russel er brilliant.“

#4. FLETCH (1985) – Michael Ritchie

Fletch

 „Chevy Chase á toppnum á sínum ferli.
„Can I borrow your towel? My car just hit a water buffalo“ segir allt sem segja þarf um þessa snilld.“

 


#3. THE VERDICT (1982) – Sidney Lumet

the-verdict-by-kartiksingh-files-wordpressdotcom

„Þessi fallega og sorglega mynd um drykkfelldan lögfræðinginn Frank Galvin, fullkomnlega leikinn af Paul Newman. Meistarverk.“

 


#2. BARRY LYNDON (1975) – Stanley Kubrick

024-barry-lyndon-theredlist

 „Myndin sem gagnrýnendur elskuðu en áhorfendur ekki. Besta mynd Ryan O´Neill.

Kubrick notaði linsur sem hann fékk frá NASA til að geta skotið senu sem eingöngu er lýst með kertaljósi.“


#1. APOCALYPSE NOW REDUX (1979) – Francis Ford Coppola

1019apocalypse718
„Best er ef maður nælir sér í Blu-ray útgáfuna sem inniheldur einnig Hearts of Darkness heimildarmyndina um gerð Apocalypse Now. En Redux* upplifunin ber af umfram allt.“
*Redux-útgáfan var gefin út árið 2001